Aðgerðir á snertiskjá
Til að nota notendaviðmótið bankarðu á eða pikkar og heldur snertiskjánum.
Mikilvægt: Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna, blýant eða
aðra oddhvassa hluti á snertiskjánum.
Settu Nokia Ovi Suite upp á tölvunni
19
Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu
Pikkaðu á forritið eða eininguna.
Skjótur aðgangur að aðgerðum
Pikka í og halda atriði. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem eru í boði.
Dæmi: Til að senda mynd eða eyða vekjara smellirðu á myndina eða vekjarann í stutta
stund og velur viðeigandi valkost í sprettivalmyndinni.
Draga atriði
Haltu inni hlut og renndu fingri yfir skjáinn.
Dæmi: Hægt er að draga hluti á heimaskjáinn.
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu honum ákveðið í tiltekna átt.
20
Grunnnotkun
Dæmi: Til að skipta yfir í annan heimaskjá strýkurðu til vinstri eða hægri.
Til að fletta í gegnum lista eða valmynd rennirðu fingrinum hratt upp eða niður á
skjánum og sleppir svo. Smelltu síðan á skjáinn til að hætta að fletta.
Notaðu aðdrátt
Settu tvo fingur á atriði, til dæmis kort, mynd eða vefsíðu, og færðu fingurna í sundur
eða saman.
Ábending: Einnig er hægt að smella tvisvar á hlutinn.