Notkun flýtivísa
Þú þarft ekki að fara löngu leiðina til að tengjast netinu, slíta nettengingu eða slökkva
til dæmis á hljóði símans. Þú getur farið beint í þessar stillingar í stöðuvalmyndinni,
sama hvaða forrit eða skjár er uppi.
Strjúktu niður frá tilkynningasvæðinu.
Grunnnotkun
21
Meðan á símtali stendur geturðu gert eftirfarandi í stöðuvalmyndinni:
•
Skoðað tilkynningar um ósvöruð símtöl eða ólesin skilaboð
•
Tekið hljóðið af símanum
•
Breytt tengistillingum
•
Séð tiltækar þráðlausar staðarnetstengingar og tengst þráðlausu staðarneti
•
Komið á Bluetooth-tengingu
Ábending: Hægt er að komast fljótt í tónlistarspilarann af stöðusvæðinu þegar
hlustað er á tónlist.