Nokia E7 00 - Lyklaborð

background image

Lyklaborð
Síminn er með lyklaborð. Ýttu snertiskjánum upp til að opna lyklaborðið. Skjárinn snýst

sjálfkrafa úr lóðréttri stöðu í lárétta þegar lyklaborðið er opnað.

1

Virknitakki. Þau sértákn sem eru prentuð efst á takkana eru slegin inn með

því að halda inni virknitakkanum og ýta svo á viðkomandi takka. Til að slá inn

nokkra sérstafi í röð ýtirðu tvisvar á virknitakkann. Til að skipta aftur yfir í

venjulega stillingu ýtirðu á virknitakkann.

2

Skiptitakki. Til að skipta á milli hástafa og lágstafa ýtirðu tvisvar á skiptitakkann.

Til að setja inn stakan hástaf í lágstafastillingu eða stakan lágstaf í hástafastillingu

ýtirðu á skiptitakkann og svo á viðeigandi bókstafatakka.

3 Sym-takki. Ýttu á sym-takkann til að setja inn sérstafi sem eru ekki á lyklaborðinu,

og veldu síðan tiltekna stafinn. Til að skipta um tungumál texta heldurðu

skiptitakkanum inni, ýtir svo á sym-takkann og velur tungumálið.

4 Biltakki

5

Bakktakki. Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu bakktakkanum inni til

að eyða mörgum stöfum.

Grunnnotkun

23

background image

Stafbrigði sett inn
Þú getur til dæmis sett inn broddstafi. Til að setja inn á skaltu halda inni sym-takkanum

og ýta endurtekið á A þar til viðeigandi stafur birtist. Það fer eftir því hvaða tungumál

er valið hvaða bókstafir birtast og í hvaða röð.

Tala eða sérstafur efst á takka sett inn
Haltu viðeigandi takka inni.