
Um staðsetningaraðferðir
Kortaforritið sýnir hvar þú ert staddur á kortinu með GPS, A-GPS, þráðlausu staðarneti
eða staðsetningu byggðri á dreifikerfi (auðkenni endurvarpa).
GPS (global positioning system) er leiðsagnarkerfi byggt á gervitunglum sem reiknar
út staðsetningu þína. A-GPS er sérþjónusta sem styður við GPS-móttakarann og eykur
hraða og nákvæmni staðsetningar. Enn fremur er hægt að nota annan GPS-
aukabúnað til að auka hraða og nákvæmni staðsetningar. Þá þarf e.t.v. að flytja
eitthvað af gögnum um farsímakerfið.
Staðsetning með þráðlausu staðarneti (WLAN) eykur nákvæmni staðsetningar þegar
GPS-merki nást ekki, sérstaklega ef þú ert innandyra eða milli hárra bygginga.
Kort
85

Þegar staðsetning er byggð á upplýsingum frá endurvarpa ákvarðast hún af
farsímakerfinu sem síminn þinn er tengdur við.
Ef þú vilt draga úr gagnakostnaði geturðu stillt tækið þannig að A-GPS, þráðlaust
staðarnet og staðsetning byggð á auðkenni endurvarpa verði óvirk, en þá getur tekið
mun lengri tíma en ella að reikna út staðsetninguna, staðsetning verður e.t.v. ekki
eins nákvæm og samband við GPS-móttakarinn rofnar oftar.
Framboð og gæði GPS-merkja kann að verða fyrir áhrifum af staðsetningu þinni,
staðsetningu gervihnatta, byggingum, náttúrulegum hindrunum, veðurskilyrðum og
breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn. Ekki er víst að
GPS-merki náist inni í byggingum eða neðanjarðar.
Ekki skal nota GPS við nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn frá GPS og farsímakerfum.
Það fer eftir GPS-tengingunni og gæðum hennar hve nákvæmur áfangamælirinn er.
Til athugunar: Verið getur að hömlur séu á notkun þráðlausra staðarneta í sumum
löndum. Í Frakklandi er til dæmis aðeins heimilt að nota þráðlaust staðarnet
innanhúss. Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.
Nákvæmni staðarákvörðunar getur verið allt frá nokkrum metrum og upp í nokkra
kílómetra, allt eftir því hvaða aðferð er notuð.