
Mynd eða myndskeið samnýtt beint úr myndavélinni
Þegar þú hefur tekið mynd eða tekið upp myndskeið geturðu hlaðið myndinni eða
myndskeiðinu upp á netsamfélag.
Haltu myndavélartakkanum inni.
Eftir að þú hefur tekið mynd eða tekið upp myndskeið velurðu táknið og fylgir
leiðbeiningunum á skjánum.
Í fyrsta sinn sem þú hleður mynd eða myndskeiði upp á netsamfélag verður þú að skrá
þig inn í þjónustuna. Þjónustan sem þú bætir við er valin sem sjálfgefin efnisþjónusta.
Sum netsamfélög styðja ekki öll skráarsnið eða myndskeið sem tekin eru upp í miklum
gæðum.
Myndavél
67