
Myndir og myndskeið skoðuð í sjónvarpi
Þú getur skoðað myndir og myndskeið í samhæfu sjónvarpi, sem gerir það auðveldara
að sýna fjölskyldu og vinum.
Þú verður að nota Nokia Video-tengisnúru (fáanleg sér) og mögulega þarf að breyta
TV-út stillingum og skjáhlutfalli. Til að breyta TV-út stillingum velurðu >
Stillingar
og
Sími
>
Aukabúnaður
>
Sjónvarp út
.
1 Tengdu Nokia Video-tengisnúru við myndbandsinnstunguna í samhæfu sjónvarpi.
Liturinn á klónum verður að vera sá sami og á innstungunum.
2 Tengdu hinn enda Nokia Video-tengisnúrunnar við Nokia AV-innstunguna á
símanum þínum. Þú gætir þurft að velja
Sjónvarpssnúra
sem tengistillingu.
3 Leitaðu að skránni sem þú vilt skoða.
72
Myndir þínar og myndskeið

Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt tækið. Ekki
skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið. Ef ytra tæki eða höfuðtól
önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia
AV-tengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.