Nokia E7 00 - Síminn tekinn í notkun í fyrsta sinn

background image

Síminn tekinn í notkun í fyrsta sinn
Síminn leiðbeinir þér í gegnum einfaldar aðgerðir þegar þú kemur SIM-kortinu fyrir og

kveikir á honum í fyrsta skipti. Stofnaðu Nokia-áskrift til að nota Nokia-þjónustu. Þú

getur einnig afritað tengiliði og annað efni úr eldra símanum þínum. Þú getur einnig

gerst áskrifandi að My Nokia þjónustunni til að fá gagnlegar ábendingar og ráð um

það hvernig þú getur nýtt þér símann sem best.

Til að hefja aðgerð velurðu táknið . Veldu táknið til að sleppa aðgerð.

Til að geta stofnað Nokia-áskrift þarftu að vera með nettengingu. Hafðu samband við

þjónustuveituna til að fá upplýsingar um hugsanlegan kostnað. Ef þú getur ekki tengst

netinu geturðu stofnað áskrift síðar.

Ef þú ert nú þegar með Nokia-áskrift skaltu slá inn notandanafnið þitt og lykilorð og

velja .

Ábending: Ertu búinn að gleyma lykilorðinu? Þú getur beðið um að fá það sent í

tölvupósti eða í textaskilaboðum.

Notaðu Símaflutningur-forritið til að afrita efni, svo sem:

Tengiliðir

Skilaboð

Myndir og myndskeið

Einkastillingar

Þegar þú setur upp pósthólf geturðu látið innhólfið birtast á heimaskjánum svo

auðveldara sé fyrir þig að fylgjast með póstinum.

Ef þú þarft að hringja í neyðarnúmer meðan uppsetning fer fram ýtirðu á

valmyndartakkann.