
Neyðarsímtöl
Neyðarhringing
1
Gakktu úr skugga um að kveikt sé á símanum.
2
Athugaðu hvort sendistyrkur sé nægilegur. Þú þarft e.t.v. líka að gera eftirfarandi:
•
Setja inn SIM-kort
•
Fjarlægðu símtalatakmarkanir sem eru virkar í tækinu, svo sem útilokun, fast númeraval og lokaðan notendahóp.
•
Taktu lás af símaskjá og tökkum, hafi þeim verið læst.
3
Til að hreinsa skjáinn ýtirðu á valmyndartakkann eins oft og þörf er á.
4
Veldu
.
5
Sláðu inn opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði.
6
Veldu
.
7
Gefðu nauðsynlegar upplýsingar með eins nákvæmum hætti og hægt er. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi
til þess.
Þegar kveikt er á símanum í fyrsta skipti er hugsanlega beðið um að stofnuð sé Nokia-áskrift. Ef hringja þarf neyðarsímtal
meðan áskrift er stofnuð skal ýta á valmyndartakkann.
Mikilvægt: Kveikja skal bæði á hringingum um farsímakerfið og internetið, ef síminn styður símtöl um internetið. Síminn
reynir bæði að hringja neyðarsímtöl í farsímakerfinu og um þjónustuveitu netsímtala. Ekki er hægt að tryggja tengingu við
allar aðstæður. Aldrei skal treysta eingöngu á farsíma ef um er að ræða bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í bráðatilvikum.